Sá heitasti í dag breyst gífurlega á 20 árum

Richard Madden hefur breyst töluvert síðustu 20 ár eins og ...
Richard Madden hefur breyst töluvert síðustu 20 ár eins og myndir sem hann birti á Instagram sýna. skjáskot/Instagram

Skoski leikarinn Richard Madden er einn heitasti leikarinn í dag og er orðaður við hlutverk James Bond. Leikarinn hefur hins vegar ekki alltaf verið jafnvinsæll og hann er í dag en hann birti mynd af sér á Instagram frá því hann var 12 ára gamall. 

Madden greindi nýlega frá því í viðtali við GQ að honum hefði verið strítt í skóla. Hann hafði ekki áhuga á íþróttum, var feiminn og of þungur. Lýsti hann skólaárum sínum sem stanslausri niðurlægingu. Hann fór í leiklist til þess að öðlast meira sjálfstraust. Hann öðlaðist vissulega sjálfstraust í leiklistinni en ekki í skólastofunni. Sagði hann þetta mögulega ekki hafa verið bestu aðferðina til þess að passa inn í hópinn. 

Madden skaust upp á stjörnuhimininn í Game of Thrones en stimplaði sig inn fyrir alvöru í haust í spennuþáttunum Bodyguard. Í þáttunum sem BBC framleiðir ásamt Netflix leikur Madden fyrrverandi hermanninn David Budd.

View this post on Instagram

TB to me 20 years ago. 🥔 #nofilter

A post shared by Richard Madden (@maddenrichard) on Dec 6, 2018 at 12:36am PST

View this post on Instagram

@britishgq 🙌🏻 Photography @matthewbrookesphoto Styling @luke_jefferson_day Creative direction @paulsolomonsgq Interview @stuartmcgurkgq Art director @keefgq Grooming @charley.mcewen

A post shared by Richard Madden (@maddenrichard) on Dec 5, 2018 at 4:16am PST
mbl.is