Raggi Bjarna fer á trúnó

Raggi Bjarna er einn af viðmælendunum.
Raggi Bjarna er einn af viðmælendunum.

Önnur þáttaröð af Trúnó er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium en þar fáum við að kynnast nýrri hlið á þjóðþekktum tónlistarmönnum. Hugmynd og handrit þáttanna á Anna Hildur Hildibrandsdóttir en leikstjóri og tökukona er Margrét Seema Takyar.

Mugison, Raggi Bjarna, Högni í Hjaltalín og Gunnar Þórðason eru viðmælendur í nýju þáttaröðinni. Þeir segja okkur frá hlutum og viðburðum í þeirra lífi sem hafa mótað listsköpun þeirra í tónlist með einlægum hætti, segja frá hlutum sem þeir hafa ekki talað um áður.

„Þetta eru draumaviðmælendur sem ég fékk í báðum seríunum. Tónlistin þeirra er svo stór hluti af lífi okkar allra. Mig langaði að hafa þættina í eldhúsinu heima hjá þeim og komast að kjarnanum um lífið og listina. Það var líka ótrúlega spennandi að vinna með leikstjóranum og tökukonunni Margréti Seemu Takyar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir. 

„Það kom alltaf ákveðið móment þar sem við hættum öll að pæla í hvað mætti og hvað mætti ekki segja og það varð yfirleitt á þessum mómentum sem þessir stórkostlegu listamenn urðu enn stærri og nálægir manni. Galdurinn við að leikstýra og filma Trúnó var að ná þessum mómentum. Ná trúnóinu þannig að þeir sem horfa heima upplifi það saman og við gerðum á tökustað,“ segir Margrét Seema. 

All­ir fjórir þættirnir verða aðgengi­leg­ir í Sjón­varpi Sím­ans Premium 21. desember en þeir eru fram­leidd­ir af Tattarrattat fyrir Símann.

Mugison.
Mugison.
Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.
Högni Egilsson.
Högni Egilsson.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson