Stolnir dansar í Fortnite?

Rapparinn 2 Milly hefur höfðað mál gegn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite,
á þeim forsendum að fyrirtækið hafi stolið dansspori frá honum.

Foreldrar sem eiga börn sem spila tölvuleikinn Fortnite hafa ábyggilega séð þau taka einhverja af fjölmörgum dönsum sem hægt er að dansa í leiknum. Einn þessara dansa heitir „Swipe It“. Nú hefur rapparinn 2 Milly höfðað mál gegn Epic Games og ásakar hann tölvuleikjaframleiðandann um að hafa stolið danssporinu sínu, „Milly Rock“, og selt það sem „Swipe It“ í leiknum. Mögulega er mikið í húfi því þótt Fortnite sé ókeypis leikur græða framleiðendurnir á honum í gegnum sölu á m.a. þessum dönsum. Leikurinn státar af 200 milljón skráðum notendum.

Í málinu, sem var höfðað í Los Angeles á miðvikudag, er Epic Games ekki aðeins ásakað um að hafa stolið þessum dansi án leyfis listamannsins heldur er fyrirtækið ásakað um að hafa gert þetta margoft áður. Til dæmis er tekið dæmi um að dans Snoop Dogg úr „Drop It Like It’s Hot“ heiti „Tidy“ í Fortnite og „Carlton Dance“ Alfonsos Ribeiros úr The Fresh Prince of Bel-Air heiti þar „Fresh“. Einnig segja lögfræðingarnir að dans Donalds Faisons úr Scrubs heiti einfaldlega „Dance Moves“.

„Þarna virðist vera um að ræða vanvirðingu og vanmat eða skort á þakklæti á verkum bandarískra listamanna af afrískum uppruna. Þarna er verið að nýta sér frægð þessara listamanna án nokkurrar viðurkenningar,“ sagði David L. Hecht, einn af lögfræðingum 2 Milly, við Washington Post.

„Vandamálið er að þeir sem spila leikinn gætu hugsað með sér að þessir listamenn leyfi þetta,“ sagði Hecht ennfremur. „Þannig er þetta ekki. Það að þessi dansspor séu til sölu flækir síðan málið.“

Hér fyrir neðan er hægt að bera saman þessi tvö dansspor.



Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson