Veskið fannst 50 árum seinna

Diane Keaton týndi veskinu sínu fyrir mörgum árum en man ...
Diane Keaton týndi veskinu sínu fyrir mörgum árum en man ekki eftir því. AFP

Leikkonan Diane Keaton man ekki eftir því að hafa týnt veskinu sínu fyrir 50 árum. Þrátt fyrir það fann maður að nafni Anton Lulgjuraj veskið eftir að hann keypti hluti úr yfirgefinni  geymslu í New York-ríki. Þegar hann skoðaði innihald geymslunnar fann hann veski leikkonunnar Diane Keaton, minnisbók og 32 myndir úr einkasafni leikkonunnar. 

Lulgjuraj fór í viðtal við New York Daily News til þess að ná athygli leikkonunnar sem deildi síðan viðtalinu á Twitter. Hún segist ekki hafa munað eftir því að hafa týnt veskinu sínu. Hún var hins vegar ekki hissa þar sem hún segist alltaf vera að týna veskinu sínu.  

Segist maðurinn ekki hafa fattað strax að veskið hafi verið í eigu Keaton þar sem á ökurskírteini í veskinu mátti finna nafnið Diane Hall. Hann kannaðist hins vegar við myndina af henni en Keaton tók upp eftirnafn móður sinnar í Hollywood. 

mbl.is