Ungfrú Mexíkó sú fallegasta í heimi

Vanessa Ponce de Leon var valin Ungfrú heimur um helgina.
Vanessa Ponce de Leon var valin Ungfrú heimur um helgina. AFP

Ungfrú Mexíkó var valin Ungfrú heimur (Miss World) í Kína um helgina. Var þetta í 68. skipti sem keppnin fór fram. Hin 26 ára gamla Vanessa Ponce de Leon varð fyrsta konan frá Mexíkó til þess að hljóta titilinn. Nýkrýnda fegurðardrottning er með gráðu í alþjóðaviðskiptum og hefur starfað í sjónvarpi og sem fyrirsæta. 

Í öðru sæti var ungfrú Taíland, Nicolene Limsnukan, og í þriðja sæti var Quiin Abenakyo frá Úganda. Alls tóku 117 stúlkur þátt í keppninni sem fram fór Sanya í Kína. 

Stúlkurnar í efstu sætunum fögnuðu með Vanessa Ponce de Leon.
Stúlkurnar í efstu sætunum fögnuðu með Vanessa Ponce de Leon. AFP

Erla Alexandra Ólafsdóttir tók þátt í keppninni fyrir Íslands hönd í ár en það var sjálf Linda Pé sem sá um að velja fulltrúa Íslands þar sem engin undankeppni fór fram í ár. Tvær íslenskar konur hafa hlotið titilinn Ungfrú heimur auk Lindu en það eru þær Hólmfríður Karlsdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. 

View this post on Instagram

Memories that will last a lifetime ✨🇮🇸 #missworld2018

A post shared by Erla Alexandra Ólafsdóttir (@erlaalexandra) on Dec 9, 2018 at 3:37am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson