Fyrsta rapplagið á 17 ára afmælisdaginn

Gústi B. er í MR og gefur út sitt fyrsta …
Gústi B. er í MR og gefur út sitt fyrsta lag í dag.

Ágúst Beinteinn Árnason gengur undir listamannanafninu Gústi B. Hann sérhæfir sig í rapptónlist og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á rappi. Hann gefur lagið út á afmælisdaginn sinn. 

„Núna 12. desember á ég afmæli og á slaginu tólf á miðnætti verður lagið mitt sem ber nafnið VEISLA aðgengilegt á Spotify. Lagið fjallar um partí, sjálfan mig og að halda gleðskapnum í hófi,“ segir Gústi B og bætir við: 

„Lagið er algjört stemningslag sem auðvelt er að syngja með og vann ég það í nánu samstarfi við vin minn Theodór Pálsson sem bjó til taktinn fyrir lagið með mér. $tarri sem gerði garðinn frægan með JóaPé og Króla masteraði svo lagið og textann gerði ég sjálfur,“ segir hann. 

Um er að ræða hans fyrsta lag og hann segir að planið sé einfalt. 

„Að halda boltanum á lofti.“

Gústi B. stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann er á tungumálabraut. 

Þaðan kemur til dæmis línan „Veni, vici“ sem glöggir hlustendur heyra í laginu mínu en það er latína og þýðir „Ég kom, ég sigraði“.“

Hver er bakgrunnur þinn ?

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að koma fram og skapa. Þegar ég var lítill æfði ég ekki fótbolta eða körfubolta eins og hinir krakkarnir heldur lagði stund á söng og leiklist og hefur það gagnast mér mikið í því sem ég hef ákveðið að taka mér fyrir hendur,“ segir hann. 

Hvert stefnir þú?

„Möguleikarnir eru endalausir og ég er bara rétt að byrja. Þetta er klárlega eitthvað sem ég hef áhuga á að vera í kringum, hvort sem það er að skrifa texta, búa til takta eða taka upp fyrir aðra. Nú verða hæg heimatökin því ég hef komið fyrir upptökustúdíói heima hjá mér með alls konar græjum. Stúdíóið mitt heitir B2 og táknar ýmislegt.“

Hvernig ætlar þú að halda upp á daginn?

„Ég hugsa að ég þurfi að eyða einhverjum tíma dagsins í að læra undir próf enda er enskupróf hjá mér á fimmtudaginn. Auðvitað mun ég fylgjast eitthvað með tölunum á laginu og reyna að koma því á framfæri með hjálp vina og samfélagsmiðla. Ég er nú samt svo heppinn að deila afmælisdegi með bróður mínum og móður sem er í sjálfu sér lyginni líkast svo það verður líklega farið út að borða og fagnað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler