Meghan setti föður sínum úrslitakosti

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, gerði dóttur sína pirraða enn og aftur með því að fara í viðtal um síðustu helgi. Thomas Markle sagðist vera að reyna að ná til dóttur sinnar en vinur Meghan segir í viðtali við Vanity Fair að Meghan hafi talað einu sinni við föður sinn eftir brúðkaupið og þá gefið honum úrslitakosti. 

„Mér skilst að eitt samtal á milli Meghan og pabba hennar hafi átt sér stað eftir brúðkaupið, þegar Meghan gerði honum ljóst að þau gætu verið í sambandi ef hann þegði,“ sagði vinur Meghan í viðtalinu. „Hún sagði honum að hann gæti ekki talað við fjölmiðla, svo einfalt var það. En hann heldur áfram að gera það svo henni finnst hún ekki geta treyst honum.“

Þagmælska Thomas Markle var ekki það eina sem Meghan bað um en vinurinn segir að Meghan hafi krafist þess að faðir hennar klippti á samskipti sín við aðra úr fjölskyldunni þar á meðal hálfsystur hennar, Samönthu. Meghan er sögð kenna Samönthu um vandræði sín við föður sinn. 

Samantha hefur talað illa um hálfsystur sína á netinu og í fjölmiðlum og var einnig á bak við uppstilltar myndir sem teknar voru af föður þeirra stuttu fyrir brúðkaup Harry og Meghan í maí. 

Thomas Markle mætti ekki í brúðkaup Harry og Meghan í …
Thomas Markle mætti ekki í brúðkaup Harry og Meghan í maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson