Yfir sig ánægð með dæmdum ofbeldismanni

Nicki Minaj er ánægð með nýja kærastann.
Nicki Minaj er ánægð með nýja kærastann. AFP

Rappkonan Nicki Minaj er yfir sig ánægð með nýja kærastanum, Kenneth Petty. Heimildarmaður TMZ  segir að parið hafi nú þegar rætt barneignir og hjónaband. Minaj trúir að Petty, sem er dæmdur glæpamaður, sé góður og breyttur maður. 

Samkvæmt TMZ var Petty 16 ára þegar hann var dæmdur fyrir tilraun til þess að nauðga unglingsstúlku. Var hann með beittan hlut til þess að ógna henni. Petty hlaut í kjölfarið fjögurra ára dóm en Minaj hefur reynt að verja atvikið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún að þau hafi verið 15 og 16 ára og hafi verið í sambandi. 

Petty losnaði í annað sinn úr fangelsi fyrir fimm árum eftir að hafa setið inni í sjö ár fyrir að skjóta mann. 

Minaj hafði augastað á Petty fyrir mörgum árum og er sögð himinlifandi að þau hafi náð aftur saman. 

View this post on Instagram

A post shared by Barbie® (@nickiminaj) on Dec 10, 2018 at 12:43pm PST

mbl.is