Launahæsta fyrirsæta heims árið 2018

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. AFP

Fyrirsætan Kendall Jenner er launahæsta fyrirsæta í heimi samkvæmt Forbes. Frá júní 2017 til júní 2018 þénaði hin 23 ára fyrirsæta 22,5 milljónir Bandaríkjadala eða hátt í þrjá milljarða íslenskra króna. Er þetta annað árið í röð sem Jenner er launahæsta fyrirsæta í heimi. 

Jenner er þó ekki sú launahæsta í fjölskyldu sinni, yngri systir hennar, Kylie Jenner, þénaði til að mynda töluvert meira en hún. 

Fyrirsætan Karlie Kloss var önnur launahæsta fyrirsætan árið 2018 með 13 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á sama tímabili. Chrissy Teigen og Rosie Huntington-Whitely voru jafnar í þriðja til fjórða sæti með 11,5 milljónir og Gisele Bundchen og Cara Delevingne voru báðar með tíu milljónir Bandaríkjadala. 

Kendall Jenner þénar ágætlega sem fyrirsæta.
Kendall Jenner þénar ágætlega sem fyrirsæta. AFP
mbl.is