Kári Egilsson verðlaunaður í New York

Kári Egilsson fékk hvatningarverðlaun sem ungur lagahöfundur og flytjandi hjá …
Kári Egilsson fékk hvatningarverðlaun sem ungur lagahöfundur og flytjandi hjá ASCAP en það eru risastór samtök lagahöfunda og höfundarréttarhafa í Bandaríkjunum.
Á myndinni má sjá hvernig Valerie Simpson fagnar honum í …
Á myndinni má sjá hvernig Valerie Simpson fagnar honum í lok spilamennskunnar. Það er gaman að sjá þarna saman 16 ára pilt frá Íslandi og fræga konu úr tónlistarlífi New York borgar, 72 ára gamla.

Kári Egilsson 16 ára íslenskur tónlistarmaður fékk hvatningarverðlaun sem ungur lagahöfundur og flytjandi hjá ASCAP en það eru risastór samtök lagahöfunda og höfundarréttarhafa í Bandaríkjunum. Verðlaunin sem hann fékk eru kölluð Desmond Child Anthem Award og eru veitt í nafni Desmonds Child, lagahöfundar sem samdi meðal annars I Was Made for Loving you með Kiss, Living on a Prayer með Bon Jovi og Livin La Vida Loca með Ricky Martin.

„Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í glæsilegum sal í Lincoln Center í New York á miðvikudagskvöld. Þar voru afhentar alls konar viðurkenningar, en Kári var yngstur og einn af fáum sem fengu að spila. Hann lék frumsamið lag eftir sig sem nefnist Crosswinds og vakti mikla hrifningu. Þarna var samankomið frammáfólk í tónlistarlífi New York borgar,“ segir Egill Helgason faðir Kára en þeir feðgar eru staddir í New York núna ásamt eiginkonu Egils og móður Kára, Sigurveigu Káradóttur. 

Meðal annarra sem voru heiðaraðir þetta kvöld var lagahöfundurinn og söngkonan Valerie Simpson. Ásamt manni sínum Nick Ashford samdi hún lög eins og Ain´t No Mountain High Enough, I´m Every Woman og Ain´t Nothing Like the Real Thing.

Kvöldið eftir bauð Valerie Simpson Kára að koma og spila á Sugar Bar, tónlistarklúbbi sem hún á.

„Þetta er sögufrægur staður þar sem hljóðfæraleikarar og söngvarar safnast saman – aðallega þeir sem starfa innan soul- og R&B tónlistar. Myndast oft gríðarleg stemming þar inni þegar áhorfendur taka af fullum krafti þátt í tónlistinni. Kári spilaði seint í dagskrá kvöldsins og náði vel til salarins með útgáfu af Christmas Song, lagi sem Nat King Cole gerði frægt, í anda sálartónlistar,“ segir Egill. 

Kári spilar í Lincoln Center.
Kári spilar í Lincoln Center.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson