Sagði að Pitt hefði ekki viljað son sinn

Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Vivienne Marcheline ...
Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Knox Leon Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt. AFP

Angelina Jolie og Brad Pitt náðu samkomulagi í forræðisdeilu sinni í síðasta mánuði en þá voru rúmlega tvö ár liðin síðan hjónin tilkynntu um skilnað sinn. Deilan var hörð og er Jolie meðal annars sögð hafa eitrað samband Pitt og barna þeirra sex. 

Daily Mail hefur það eftir US Weekly að leikkonan hafi sagt 15 ára gömlum syni þeirra Pax Jolie-Pitt að faðir hans hafi aldrei viljað ættleiða hann. Pax var ættleiddur frá Víetnam árið 2007. Ári áður eignuðust Pitt og Jolie dótturina Shiloh, sem var fyrsta barn þeirra sem tengdist þeim líffræðilega. 

„Það skaðaði samband hans og Brads, þrátt fyrir að Brad hafi neitað að hafa sagt nákvæmlega þetta,“ sagði heimildarmaður. 

Pitt er sagður hafa viðrað áhyggjur sínar yfir því að ættleiða stálpað barn sem ekki talaði ensku þegar þau áttu innan við eins árs gamalt barn. „Pax þarfnast mín meira en Shiloh,“ er Jolie sögð hafa svarað. Eru Jolie og Pitt sögð hafa verið nálægt því að enda samband sitt á þessum tímapunkti. 

Brad Pitt og Angelina Jolie með börnum sínum árið 2013.
Brad Pitt og Angelina Jolie með börnum sínum árið 2013. AFP
mbl.is