Bætti öryggi sitt eftir hamfarafærslur West

Rapparinn Drake.
Rapparinn Drake. mbl.is/AFP

Rapparinn Drake er sagður hafa bætt öryggi fyrir utan heimili sitt á föstudaginn eftir að kollegi hans, Kanye West, fór hamförum á Twitter. West sagði að Drake ógnaði fjölskyldu sinni en þeir búa í sama lokaða hverfinu í Kaliforníu. 

Rappararnir hafa átt í deilum síðan árið 2011 og koma þær upp reglulega eins og til dæmis í ár þegar Kanye West flæktist inn í deilur Drake og Pusha T. 

People greinir frá auknum öryggisviðbúnaði Drake en West tísti yfir 125 sinnum rétt fyrir helgi. Sagði West meðal annars að Drake yrði sá fyrsti sem myndi liggja undir grun ef eitthvað kæmi fyrir hann eða einhvern í fjölskyldu hans. Sakaði hann Drake einnig um að setja út á fólk með geðsjúkdóma en West glímir við geðhvarfasýki.  

Að lokum reyndi West þó að senda góða strauma til Drake og sagðist elska hann og að hann myndi aldrei reyna að særa hann af ásettu ráði. 

Kanye West.
Kanye West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler