Youtube-stjarna hrædd heima hjá sér

Youtube-stjarnan James Charles.
Youtube-stjarnan James Charles. AFP

Youtube-stjarnan James Charles bað aðdáendur sína um að virða einkalíf sitt eftir að einn mætti heim til hans í Los Angeles. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Charles er truflaður á heimili sínu eins og BBC greinir frá. 

Charles er einungis 19 ára en er þó með 11 milljónir fylgjenda á Youtube-stöð sinni. Hann er frá New York en á hús í L.A. Er hann ekki fyrsta Youtube-stjarnan sem lendir í þessu en það er ekki óalgengt að unglingsaðdáendur Youtube-stjarna elti stjörnurnar heim til þeirra.

„Gerið það, hættið að mæta heim til mín. Ég mun ekki faðma ykkur, ég mun ekki stilla mér upp á mynd með ykkur og ég mun pottþétt ekki árita pallettuna ykkar,“ tísti stjarnan sem video-bloggar um snyrtivörur. 

Það gerir hann óöruggan að vera heima hjá sér þegar fólk mætir heim til hans. Átti hann erfitt með að einbeita sér og gat ekki klárað tökur fyrir Youtube-blogg sitt vegna áreitisins. Hélt Charles því einnig fram að hann hefði þurft að bíða lengi eftir lögreglu. 

View this post on Instagram

baby, it’s cold outside ❄️ what’s the weather where you live? it’s sunny here but I miss the snow 😭

A post shared by James Charles (@jamescharles) on Dec 13, 2018 at 6:28pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson