Penny Marshall er látin

Kvikmyndagerðarkonan og leikkonan Penny Marshall er látin, 75 ára að …
Kvikmyndagerðarkonan og leikkonan Penny Marshall er látin, 75 ára að aldri. AFP

Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Penny Marshall er látin, 75 ára að aldri. Hún var sennilega best þekkt fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Big árið 1988. Sú mynd náði nokkru flugi og varð Marshall fyrsta konan til þess að leikstýra mynd sem halaði inn meira en 100 milljónum bandaríkjadala í aðgangseyri í kvikmyndahúsum vestanhafs.

Kvikmyndagerðarkonan lést á friðsælan hátt á heimili sínu í Hollywood í gær og voru það fylgikvillar sykursýki sem leiddu til andláts hennar, samkvæmt því sem talsmaður hennar sagði AFP-fréttaveitunni.

Marshall hafði átt farsælan feril sem leikkona áður en hún færði sig að mestu yfir í leikstjórn og þá einna helst í hlutverki sínu sem Laverne DeFazio í grínþáttunum Laverne and Shirley, en hún var í þrigang tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir þættina, sem voru sýndir á árunum 1976-1983.

Mynd eftir Marshall var einu sinni tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin, en það var myndin Awakenings sem kom út árið 1990 og skartaði stórstjörnunum Robert de Niro og Robin Williams í aðalhlutverkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler