Kærir Netflix fyrir Making a Murderer

Í þáttunum Making a Murderer er fjallað um morðdóm Steven …
Í þáttunum Making a Murderer er fjallað um morðdóm Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey. ljósmynd/Netflix

Lögreglustjórinn fyrrverandi Andrew Colborn hefur lagt fram kæru á hendur Netflix fyrir þættina Making a Murderer. Samkvæmt frétt Variety heldur Colborn því fram að í þáttunum komi fram að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum, eitthvað sem hann hafi ekki gert. 

Í yfirlýsingu segir lögmaður Colborn að með þáttunum hafi mannorð hans verið ranglega nítt, það sama má segja um orðspor Manitowoc-sýslu í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem umrætt morð og rannsókn fór fram. „Hann leggur þessa kæru fram til þess að leiðrétta misskilning og byggja upp aftur sitt góða nafn,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu sinni. 

Netflix neitaði að svara þegar leitast var eftir viðbröðgum frá efnisveitunni. Meðal þeirra sem eru nefnd í kærunni eru leikstjórar Making a Muderer, Laura Riccardi og Moira Demos og framleiðendur. 

Í máli Colborn kemur fram að kvikmyndagerðafólkið hafi gefið skakka mynd og sleppt mikilvægum atriðum til þess að sýna að Colborn og aðrir hafi komið sökinni ranglega yfir á Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson