Nýtt tímarit á íslensku og pólsku lítur dagsins ljós

Justyna Grosel og Marta Magdalena Niebieszczańska standa að tímaritinu ROK …
Justyna Grosel og Marta Magdalena Niebieszczańska standa að tímaritinu ROK sem er bæði á pólsku og íslensku. Ljósmynd/Aðsend

Glæsilegt nýtt tímarit, ROK, er komið út en það er bæði á íslensku og pólsku. Ritstjóri þess, Marta Magdalena Niebieszczańska segir hugmyndina vera til þess að byggja vettvang þar sem Pólverjar og Íslendingar geta unnið saman. „Tímarit er besti vettvangurinn til að skrifa um allt sem er skemmtilegt, mikilvægt og blandast saman þættir úr menningu, listum og sögu tveggja þjóða," segir Marta sem einnig ritstýrir fréttavef á pólsku með íslenskum fréttum, icenews.is. 

Bæði löndin fagna 100 ára fullveldi í ár

Verkefnið ROK samanstendur af  fjórum tölublöðum af einstöku tímariti sem kemur út árið 2018 á 100 ára fullveldisafmæli bæði Póllands og Íslands. Hugmyndina að tímaritinu átti Marta ásamt Justynu Grosel sem er grafískur hönnuður, ljósmyndari og blaðamaður. Þær segja árið 2018 vera mikilvægt ár fyrir bæði Pólland og Ísland þar sem bæði löndin halda upp á 100 ára fullveldisafmæli. 

„Frelsi og sjálfstæði eru ein af mörgum viðfangsefnum sem fjallað er um í tímaritinu ROK, " segir Marta. „Á íslensku merkir ROK hvassan vind, 10 vindstig á Beaufort kvarða. Þetta er vindur sem fýkur um 24,5 til 28,5 metra á sekúndu. Napur og smýgur inn að beini, á vissan hátt frískandi. Vindur, með öllum sínum blæbrigðum, drottnar að mörgu leyti yfir hversdagslegu lífi Íslendinga. Við viljum að tímaritið okkar verði tilbrigði við hversdagslífið. Að það verði einmitt jafn kraftmikið og rokið og færi ferskan blæ.“ Meðal efnis í blaðinu er meðal annars viðtal við ljósmyndarann Ragnar Axelsson um sýninguna og bókina Jöklar. 

Í tímaritinu ROK blandast saman þættir úr menningu, listum og …
Í tímaritinu ROK blandast saman þættir úr menningu, listum og sögu tveggja þjóða. Ljósmynd/Aðsend

Styrkur frá pólsku ríkistjórninni

Þær stöllur Marta og Justyna fengu styrk frá pólsku ríkisstjórninni til að gefa blaðið út. „Þessi útgafa er fyrsta skrefið og við erum með hugmynd til að stækka tímarið  árið 2019 og gefa það út fjórum sinnum á ári.  Í okkar huganum ROK er ekki aðeins nokkrar útprentaðar síður. Þetta er gripur sem sýnir gæði sín frá því við berum hann fyrst augum þar til að síðasta síðan er lesin.“

Tímaritið er einstaklega veglegt og Marta segir það stóran hóp fólks frá Íslandi og Póllandi sem vann að því saman. „Við erum að vinna með nokkrum reyndum innlendum og erlendum blaðamönnum. Gott fólk  sem voru að þýða greinar og skrifa sögur, nokkrar ljósmyndarar og lístamenn. Þetta var mjög mikil vinna en var lika gaman út af öllu þessu skemmtilega fólki sem eru með okkur.  Það er stórkostlegt að vinna með svona fólki.“

Unnt er að nálgast ROK í pólsku búðinni MiniMarket í Reykjavik og Keflavík og það kostar 2500 krónur, en einnig er hægt að kaupa það á  Facebook síðu blaðsins HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson