Kynferðisbrot Spacey á Snapchat

Meðal sönnunargagna í kynferðisbrotamáli höfðað gegn Kevin Spacey er Snapchat-myndband.
Meðal sönnunargagna í kynferðisbrotamáli höfðað gegn Kevin Spacey er Snapchat-myndband. AFP

Samkvæmt ríkislögreglunni í Massachusetts eru til upptökur af kynferðisbroti sem Kevin Spacey á að hafa framið í júlí 2016 í Nantucket. Þegar kærasta þolandans trúði honum ekki sendi hann henni upptöku á samskiptaforritinu Snapchat og er Spacey sagður sjást snerta hann.

Þetta kemur fram í umfjöllun CBS um skjöl málsins sem lögreglan hefur nú gert opinber.

Spacey var kærður á aðfangadag og mun mæta fyrir héraðsdóm Nantucket þann 7. janúar.

Í skjölunum er meðal annars að finna frásagnir þolanda, kærustu hans, leigufélaga og barþjóns á barnum þar sem atvikið átti sér stað. Þolandinn segir Spacey hafa keypt handa sér drykki og snert hann utanklæða, einkum í gegnum buxurnar.

Kærasta þolenda hefur sagt lögreglu að hún hafi ekki trúað honum þegar hann sagði henni að Spacey væri að reyna við sig. Hann hafi þá sent henni snapchat-myndband þar sem Spacey sést snerta á honum klofið.

Stuttu fyrir birtingu ákærunnar á hendur Spacey setti leikarinn myndband á Twitter þar sem hann er í hlutverki Francis Underwood úr þáttunum House of Cards og spyr: „Þú myndir ekki trúa svona slæmum hlutum án sönnunargagna, er það nokkuð? Þú myndir ekki draga skjótar ályktanir án staðreyndanna?“

Málið er ekki það fyrsta af sínum toga og hafa fleiri kynferðismál tengd Spacey verið í fjölmiðlum að undarnförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant