Fjölgun og sambandsslit í furstafjölskyldunni

Karólína Mónakóprinsessa ásamt syni sínum Pierre Casiraghi, konu hans Beatrice ...
Karólína Mónakóprinsessa ásamt syni sínum Pierre Casiraghi, konu hans Beatrice Borromeo og barnabörnum sínum í Mónakó í nóvember. AFP

Carlotte Casiraghi, barnabarn Grace Kelly og Rainier þriðja Mónakófursta, eignaðist barn í október. Nú hefur hún einnig sagt skilið við nýbakaðan föðurinn og unnusta sinn, kvikmyndaframleiðandann Dimitri Rassam. 

Casiraghi er dóttir Karólínu Mónakóprinsessu sem er elsta barn Kelly og Mónakófurstans. Hún er því eldri systir Alberts sem ber nú furstatitilinn. 

Hin 32 ára Casiraghi átti fyrir eitt barn með franska leikaranum Gad Elmaleh. Halo! staðfesti í vikunni að dóttir Mónakóprinsessunnar væri hætt með Rassam þrátt fyrir trúlofun og barnalánið. 

Karl Lagerfeld, Charlotte Casiraghi, Karólína Mónakóprinsessa ásamt Charlene og eiginmanni ...
Karl Lagerfeld, Charlotte Casiraghi, Karólína Mónakóprinsessa ásamt Charlene og eiginmanni hennar Alberti Mónakófursta. VALERY HACHE
mbl.is

Bloggað um fréttina