Komin í pásu frá Fávitum

Sólborg Guðbrandsdóttir er komin í tímabundna pásu frá Fávitum.
Sólborg Guðbrandsdóttir er komin í tímabundna pásu frá Fávitum.

Söngkonan og blaðamaðurinn Sólborg Guðbrandsdóttir í Áttunni hefur haldið úti Instagram-síðunni Fávitar. Hún segist þurfa hvíld frá fávitum þessa lands. 

„Vegna fjölda fyrirspurna vil ég koma því á framfæri að ég er komin í tímabundna pásu frá Fávitum. Mér finnst nauðsynlegt að kúpla mig út eftir að hafa verið í daglegum samskiptum um ofbeldi og huga að andlegu jafnvægi hjá sjálfri mér. Ég treysti á að þið hin takið slaginn fyrir okkur á meðan. Ég kem aftur einn daginn,“ segir Sólborg á síðu Fávita á Instagram. 

Sólborg hefur verið dugleg að benda á að samskipti kynjanna séu kannski ekki alltaf alveg upp á tíu eins og sést á Instagram-síðunni. 

View this post on Instagram

Virðum persónulegt space. Stórir og sterkir strákar skulda okkur ekki neitt heldur. #favitar

A post shared by Fávitar (@favitar) on Dec 26, 2018 at 9:02am PST

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Fávitar (@favitar) on Jan 9, 2019 at 3:07pm PSTmbl.is