Spurð út í „gríðarlega“ stærð sína

Melissa McCarthy hefur fengið að heyra það í starfi sínu.
Melissa McCarthy hefur fengið að heyra það í starfi sínu. AFP

Leikkonan Melissa McCarthy hefur þurft að takast á við aðra hluti en margar leikkonur í Hollywood enda ekki beint lifandi staðalímynd leikkvenna á hvíta tjaldinu. McCarthy greindi frá óviðeigandi spurningum sem hún hefur fengið á ferlinum í viðtali við InStyle

McCarthy sem vakti fyrst athygli í Gilmore Girls-þáttunum og sló svo í gegn í Braidsmaids fékk að finna fyrir því við kynningu á grínmyndinni. „Ertu hissa á að þú starfir í alvöru í þessum bransa í þinni gríðarlegu stærð?“ spurði fjölmiðlamaður hana.

Segir McCarthy hann hafa haldið áfram að minnast á „gríðarlega stærð“ hennar en McCarthy segir að maðurinn hafi seinna misst starf sitt eftir samtal í rútu við einhvern annan. McCarthy varð mjög reið þegar hún fékk spurninguna og segist hafa hugsað að hún gæti lamið hann í spað á skotstundu með sínum gríðarstóra líkama. 

McCarthy segir þetta alltaf að gerast en það áhugaverða sé að karlmenn fái ekki eins spurningar. „Ekki til þess að vera asni eða tala öðruvísi um hann en þegar John Goodman var þyngri, talaði einhver einhvern tímann um ummál hans?“

Melissa McCarthy.
Melissa McCarthy. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.