Tók fyrrverandi með í brúðkaupsferðina

Gwyneth Paltrow gekk í hjónaband með Brad Falchuk í haust ...
Gwyneth Paltrow gekk í hjónaband með Brad Falchuk í haust en er þó ekki hætt samskiptum við fyrrverandi eiginmann sinn. AFP

Athafnakonan Gwyneth Paltrow giftist handritshöfundinum Brad Falchuk í haust en hjónin nýgiftu fóru í brúðkaupsferð til Maldíveyja með fyrrverandi eiginmanni Paltrow, Chris Martin. Paltrow greindi frá þessu í bandarískum morgunþætti í gær eins og ekkert væri eðlilegra. 

„Við fórum í brúðkaupsferðina til Maldíveyja og vorum í stórri fjölskyldubrúðkaupsferð yfir jólin,“ sagði Paltrow eins og USA Today greinir frá. 

Sagði Paltrow að með þeim Falchuk í fríinu hefðu verið börn þeirra beggja, fyrrverandi eiginmaður hennar og fjölskylduvinir. „Þetta var mjög nútímaleg brúðkaupsferð,“ viðurkenndi hún. 

Paltrow og Coldplay-söngvarinn Chris Martin skildu fyrir nokkrum árum og eiga í óvenjugóðu samband. Saman eiga þau dótturina Apple sem er 14 ára og Moses sem er 12 ára. Falchuk er einnig skilinn og á tvö en virðist ekki eiga í jafngóðu sambandi við fyrrverandi eiginkonu sína, að minnsta kosti virðist henni ekki hafa verið boðið í brúðkaupsferðina með nýju konunni. 

Chris Martin er í góðu sambandi við fyrrverandi eiginkonu sína.
Chris Martin er í góðu sambandi við fyrrverandi eiginkonu sína. AFP
mbl.is