Vildi ekki gera mikið úr afmælinu

Katrín hertogaynja varð 37 ára 9. janúar.
Katrín hertogaynja varð 37 ára 9. janúar. AFP

Katrín hertogaynja fagnaði 37 ára afmæli sínu í gær, miðvikudag. Þrátt fyrir að búa í höll og vera gift prinsi var ekkert prinsessuafmæli á dagskrá hjá Katrínu sem er sögð vera lítið fyrir stórar afmælisveislur. 

Eiginmaður hennar Vilhjálmur sinnti opinberum störfum fyrr um daginn en var kominn heim fyrir teboð í Kensington-höll með fjölskyldu sinni samkvæmt heimildarmanni Vanity Fair. 

„Katrín er ekki mikið fyrir stóra afmælisfagnaði en Georg og Karlotta elska afmæliskökur, svo það verður sérstakt teboð í höllinni með kertum og gjöfum,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Fjölskylda Katrínar lét ekki sjá sig en Express greinir frá því að foreldrar hennar, bróðir hennar, James Middleton, og systir hennar, Pippa, og eiginmaður hennar hafi sést á St. Barts í fríi sama dag. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.