Ábyrgur fyrir óhamingju konu sinnar

Meghan hefur fengið að finna fyrir því í fjölmiðlum eftir ...
Meghan hefur fengið að finna fyrir því í fjölmiðlum eftir að hún gekk í raðir bresku konungsfjölskyldunnar. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex hefur verið kölluð öllum illum nöfnum í erlendum fjölmiðlum, þar á meðal af sinni eigin fjölskyldu. Heimildarmaður UsWeekly segir að eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, sé með bullandi sektarkennd vegna þess hversu óhamingjusöm Meghan er með allt umtalið. 

„Meghan fórnaði miklu með því að flytja yfir hafið, frá móður sinni og fjölskyldu,“ sagði heimildarmaðurinn. „Að giftast inn í konungsfjölskylduna er ekki næstum því jafn töfrandi og það lítur út fyrir, svo að mörgu leyti líður Harry eins og hann sé ábyrgur fyrir því að Meghan er svona vansæl.“

Annar heimildarmaður tengdur Meghan hertogaynju segir að prinsinn taki allt skítkast sem Meghan fær mjög inn á sig. „Hann hefur of viljað verja Meghan með því að senda frá sér yfirlýsingu og ræða ósannar sögusagnir,“ segir heimildarmaðurinn en bætir við að prinsinum hafi verið ráðlagt frá því. 

Harry er sagður finna fyrir sektarkennd.
Harry er sagður finna fyrir sektarkennd. AFP
mbl.is