Ástkonan kom skilaboðunum í dreifingu

Jeff Bezos ásamt MacKenzie Bezos. Hjónin standa í skilnaði.
Jeff Bezos ásamt MacKenzie Bezos. Hjónin standa í skilnaði. AFP

Eftir að stofnandi Amazon, Jeff Bezos, tilkynnti um skilnað sinn og MacKenzie Bezos kom í ljós að önnur kona væri í spilinu. Slúðurmiðillinn Nati­onal Enquirer segist vera með textaskilaboð undir höndum sem Bezos sendi Lauren Sanchez, ástkonu sinni. Bæði eru þau gift og voru það þegar skilaboðin voru send sem sagt er að megi rekja til Sanchez sjálfrar. 

Page Six greinir frá því að heimildarmaður náinn Sanchez haldi því fram að hún hafi sjálf sent rómantísku skilaboðin frá Bezos til vinar sem hafi síðan sent skilaboðin til Enquirer sem hóf að rannsaka samband þeirra. 

„Lauren er yfir sig ánægð,“ sagði heimildarmaðurinn um hversu ánægð Sanchez er með sambandið. Heimildarmaðurinn segir að með skilaboðunum hafi einnig fylgt myndir. 

„Veistu hvað ég vil? Ég vil verða smá drukkinn með þér í kvöld. Ekki mjög mikið. Bara smá drukkinn. Mig langar að tala við þig og skipuleggja mér þér. Hlusta og hlæja... Mig langar í rauninni AÐ VERA MEÐ ÞÉR!!! Svo langar mig að sofna við hlið þér og vakna á morgun og lesa blöðin með þér og drekka kaffi með þér,“ sendi Bazos ástkonu sinni á meðan hann var enn með eiginkonu sinni, að því er kemur fram hjá slúðurblaðinu. 

Engar nektarmyndir af Bezos birtust í útgáfu slúðurblaðsins þó þær séu sagðar vera til. Blaðið elti parið út um allt og aðeins vissu fjórir starfsmenn af verkefninu sem var með dulnefni. 

Jeff Bezos.
Jeff Bezos. AFP
mbl.is