Héldu að ekkert yrði úr The Sopranos

Michael Imperioli og Tony Sirico.
Michael Imperioli og Tony Sirico. AFP

Hinn 10. janúar árið 1999 hófu The Sopranos göngu sínu vestanhafs. Í gær 10. janúar 2019, 20 árum seinna, komu leikarar þáttanna saman í New York. Aðalmanninn vantaði þó þar sem James Gandolfini, sem lék Tony Soprano, lést 2013. 

Sumir halda því fram að þættirnir hafi breytt sjónvarpi og vinsældirnar voru gífurlegar.  

Handritshöfundur og framleiðandi þáttanna, David Chase, sagði í viðtali við Variety við tilefnið að hann hefði alls ekki búist við að þættirnir myndu njóta velgengni. 

„Þetta allt kom á óvart. Við unnum að fyrstu þáttaröðinni allt árið. Þættirnir voru tilbúnir þegar þeir fóru í loftið,“ sagði Chase en svo virðist sem hvorki hann né leikarar þáttanna hafi búist við að þættirnir myndu halda áfram. 

Edie Falco, Jamie-Lynn Sigler og Robert Iler.
Edie Falco, Jamie-Lynn Sigler og Robert Iler. AFP

„Jæja, nú er þetta búið,“ segist Chase muna að Edie Falco, sem fór með hlutverk Carmelu Soprano, hafi sagt. „Já, ég held það,“ svaraði Chase sem gladdist þó yfir því að hafa rangt fyrir sér. 

Yfirframleiðandi þáttanna, Robin Green, var efins eftir prufuþáttinn og segist hafa sagt Chase að annaðhvort myndi þetta breyta sjónvarpi til frambúðar eða sökkva eins og steinn.

Kathrine Narducci og John Ventimiglia.
Kathrine Narducci og John Ventimiglia. AFP
Annabella Sciorra.
Annabella Sciorra. AFP
Michael Imperioli og John Ventimiglia.
Michael Imperioli og John Ventimiglia. AFP
Edie Falco.
Edie Falco. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson