Ríkasti maður heims með konu vinar síns

Jeff Bezos er sagður vera kominn með aðra.
Jeff Bezos er sagður vera kominn með aðra. AFP

Ríkasti maður heims, Jeff Bezos, tilkynnti í vikunni að hann og eiginkona hans, MacKenzie Bezos, stæðu í skilnaði og þau hefðu verið skilin að borði og sæng um tíma. Það sem kom ekki fram í tilkynningu stofnanda Amazon var að hann ætti í sambandi við Lauren Sanchez, eiginkonu Patrick Whitesell sem UsWeekly segir vin Sanchez.

National ENQUIRER greinir frá því að tímaritið hafi verið að rannsaka skilnað hans í fjóra mánuði og Bezos-hjónin hafi ekki tilkynnt um skilnaðinn fyrr en hann var látinn vita að fréttin væri að fara í loftið. 

Slúðurblaðið er sagt halda því fram að makar þeirra beggja hafi bara nýlega frétt af ástarsambandinu en það er sagt eiga myndir af þeim saman í fimm ríkjum Bandaríkjanna. 

Heimildarmaður náinn Sanchez segir að þau hafi bæði sagt skilið við maka sína síðasta haust. Slúðurblaðið segist þó hafa undir höndum textaskilaboð frá Bezos til Sanchez síðasta vor. Í skilaboðunum segist Bazos meðal annars langa að finna lykt Sanchez, kyssa hana og segist hann elska hana, vera ástfanginn af henni. 

Jeff Bezos og MacKenzie Bezos.
Jeff Bezos og MacKenzie Bezos. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant