Hvaða egg er þetta?

Egg er ekki bara egg þegar kemur að samfélagsmiðlum.
Egg er ekki bara egg þegar kemur að samfélagsmiðlum.

Nýtt met hefur verið slegið á Instagram þegar mynd af eggi náði toppi listans yfir þær myndir sem flestir hafa líkað við. Hver stofnaði reikninginn World record egg er hulin ráðgáta en svo virðist sem tilgangurinn hafi verið sá að ögra heimi fræga fólksins og myndbirtingum þess.

Rúmlega 24 milljónir Instagram-notenda hafa smellt „like“ á eggið en fyrra metið átti Kylie Jenner sem hefur helst unnið sér til frægðar að vera fræg og ein fjölmargra í Jenner/Kardashian-fjölskyldunni. Kylie Kristen Jenner, sem er 21 árs, er bandarísk raunveruleikastjarna og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Myndir sem hún birtir á samfélagsmiðlum njóta mikillar hylli en svo virðist sem einhver hafi fengið nóg af hamaganginum í kringum fræga fólkið á samfélagsmiðlum og ákveðið að birta mynd af ósköp venjulegu eggi. Og það þurfti ekki meira til. Því frá því að aðgangurinn World record egg var stofnaður og myndin af egginu birt á Instagram 4. janúar hafa „like“ hrúgast inn og seint í gærkvöldi var tilganginum náð og metið slegið - myndin hefur fengið fleiri like en vinsælasta myndin af Kylie Jenner sem rúmlega 18 milljónir höfðu líkað við. Það er fyrsta myndin sem hún birti af dóttur sinni. 

Skjáskot af Wikipedia

Líkt og bent er á í frétt E News í morgun, en Kylie Jenner er ein af stjörnunum í þáttaröðinni Keeping Up with the Kardashians á E ásamt systkinum sínum, eru fylgjendur eggjasíðunnar tvær milljónir talsins en yfir 24 milljónir hafa samt líkað við myndina. Á sama tíma eru fylgjendur Kylie Jenner 123 milljónir talsins en vinsælasta mynd hennar fengið 18,3 milljónir „like“. Margar myndir hennar hafa einnig notið mikilla vinsælda og virðast margir, þar á meðal fjölmiðlar, fylgjast með hverju skrefi hennar líkt og annarra í þessari frægu fjölskyldu. Svona eins og þegar frægðarstjarna Parisar Hilton reis sem hæst og fleiri einstaklinga sem hafa skotist upp á stjörnuhimininn undanfarin ár.

Kylie Jenner hefur greinilega fylgst grannt með vinsældum eggsins því þegar metið var slegið birti hún myndskeið af sér þar sem hún brýtur egg og fyrirsögnin er: Farið burtu með þetta egg... 

View this post on Instagram

Take that little egg

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Jan 13, 2019 at 6:04pm PST

Um helgina hefur verið hægt að fylgjast með sífellt hækkandi tölu - alltaf bættust í hóp þeirra sem smelltu „like“ á eggið og á sama tíma fóru fjölmiðlar að rumska. Eitthvað nýtt var að gerast. Líkt og blaðamaður New York Times bendir á þá veit enginn hver kom þessu af stað - mynd af ósköp venjulegu eggi og ekkert frægt við það. En netverjar geta alltaf komið á óvart og í þessu tilviki var það egg sem fangaði athygli þeirra.

Á Twitter keppa netverjar um að slá met - hvort sem það eru færslur menntaskólanema að biðja um ókeypis kjúklingabita eða loforð auðugra kaupsýslumanna um að gefa þeim sem tísta færslum þeirra áfram pening.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant