Gomez rauf þögnina

Selena Gomez í byrjun september.
Selena Gomez í byrjun september. AFP

Eftir nærri því fjögurra mánaða frí frá samfélagsmiðlum rauf söngkonan Selena Gomez þögnina á mánudaginn. Gomez hefur glímt við andleg veikindi og var nýlega tvisvar sinnum lögð inn á spítala vegna þess auk þess sem hún lagðist inn á meðferðarstofnun. 

Söngkonan sem var eitt sinn vinsælasta manneskjan á Instagram birti svarthvíta mynd af sér á mánudaginn og vildi óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir stuðninginn. 

„Síðasta ár var ár þess að horfast í augu við sjálfa sig, verkefna og þroska. Það eru alltaf þessi verkefni sem sýna þér hver þú ert og hvað þú ert fær um að verða. Treystið mér, það er ekki auðvelt, en ég er stolt af þeirri manneskju sem ég er að verða að og hlakka til komandi árs,“ skrifaði stjarnan meðal annars. 

View this post on Instagram

It’s been awhile since you have heard from me, but I wanted to wish everyone a happy new year and to thank you for your love and support. Last year was definitely a year of self-reflection, challenges and growth. It’s always those challenges which show you who you are and what you are capable of overcoming. Trust me, it’s not easy, but I am proud of the person I am becoming and look forward to the year ahead. Love you all.

A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Jan 14, 2019 at 2:09pm PST

mbl.is