Gomez rauf þögnina

Selena Gomez í byrjun september.
Selena Gomez í byrjun september. AFP

Eftir nærri því fjögurra mánaða frí frá samfélagsmiðlum rauf söngkonan Selena Gomez þögnina á mánudaginn. Gomez hefur glímt við andleg veikindi og var nýlega tvisvar sinnum lögð inn á spítala vegna þess auk þess sem hún lagðist inn á meðferðarstofnun. 

Söngkonan sem var eitt sinn vinsælasta manneskjan á Instagram birti svarthvíta mynd af sér á mánudaginn og vildi óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir stuðninginn. 

„Síðasta ár var ár þess að horfast í augu við sjálfa sig, verkefna og þroska. Það eru alltaf þessi verkefni sem sýna þér hver þú ert og hvað þú ert fær um að verða. Treystið mér, það er ekki auðvelt, en ég er stolt af þeirri manneskju sem ég er að verða að og hlakka til komandi árs,“ skrifaði stjarnan meðal annars. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.