Kærastan sagði Madden upp

Richard Madden mætti einn á Golden Globe.
Richard Madden mætti einn á Golden Globe. AFP

Bodyguard-leikarinn Richard Madden er einhleypur eftir að leikkonan Ellie Bamber sagði honum upp í desember. The Sun greinir frá sambandsslitunum en Bamber sem er einungis 21 árs mætti ekki með leikaranum á Golden Globe-verðlaunin í byrjun janúar. 

Heimildarmaðurinn segir að breska leikkonan og skoski leikarinn sem er 32 ára hafi lifað mjög ólíku lífi. Bamber er sögð vilja rólegt líf og einbeita sér að vinnu og það hafi litið út fyrir að hversdagslíf þeirra hafi verið eins og tveir ólíkir heimar. 

„Þau eru bæði mjög miður sín en vita að ákvörðunin var fyrir bestu,“ sagði heimildarmaðurinn. „Þau rifust næstum því á hverjum degi til loka, þrátt fyrir að íhuga pararáðgjöf varð það ljóst að það voru allt of mörg vandamál sem ekki var hægt að laga.“

Ellie Bamber.
Ellie Bamber. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.