„Heimurinn eða ekkert“

Hljómsveitin Une Misère er að gera góða hluti.
Hljómsveitin Une Misère er að gera góða hluti. ljósmynd/Amy Haslehurst

Hljómsveitin Une Misère skrifaði fyrir stuttu undir samning við útgáfufyrirtækið Nuclear Blast sem er eitt það stærsta innan þungarokksstefnunnar. Segir í fréttatilkynningu að unnið hafi verið í tvö ár að samstarfinu. Hljómsveitin fer eftir slagorðinu „heimurinn eða ekkert“. 

„Þetta hugarfar hljómsveitarinnar er það sem hefur skilað henni þessum árangri sem margir myndu telja óvæntan miðað við það að hljómsveitin hefur að baki einungis eina smáskífu og þriggja laga kassettu á stafrænu formi. Hins vegar þurfa þessar fréttir ekki að koma almenningi á óvart miðað við það umtal af kröftugri sviðsframkomu og öflugum skilaboðum sem hljómsveitin hefur að flytja gagnvart geðsjúkdómum, fíknivandamálum og hvernig tekið er á þeim í dag,“ segir í fréttatilkynningu. 

Nuclear Blast er sagt hafa hýst mörg af allra stærstu nöfnum þungarokksheimsins í dag en þar má nefna Slayer, Meshuggah og Behemoth. Það er því mikill heiður að hljómsveitin sé komin undir hatt Nuclear Blast. 

Hljómsveitin var að gefa út myndband við nýtt lag en lagið er tileinkað Bjarna Jóhannesi Ólafssyni, góðum vini sveitarinnar, sem yfirgaf þennan heim allt of snemma.

„Damages fjallar um það að vera staddur á brúninni og það er engin undankomuleið í sjónmáli. Það fjallar um það að finna ekki fyrir neinu öðru en öllu því versta sem maðurinn getur ímyndað sér. Damages fjallar um þunglyndi, kvíða og fíkn því eins og er þá munu geðsjúkdómar og fíkn alltaf vera til staðar, þetta er ekki læknanlegt ástand. Hins vegar er það meðhöndlanlegt – með hjálp,“ segir hljómsveitin um lagið. 

„Við hvetjum alla sem eiga erfitt eða eru að glíma við sjálfan sig að leita sér hjálpar. Tala við einhvern. Það er alltaf einhver sem er til í að hlusta.“mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.