Áföllin halda áfram að dynja á Neeson

Liam Neeson.
Liam Neeson. Dave Kotinsky

Undanfarin ár hafa ekki verið dans á rósum hjá leikaranum Liam Neeson. Hann missti eiginkonu sína, Natasha Richardson, fyrir tíu árum eftir að hún fékk höfuðáverka í hörmulegu skíðaslysi. Nú um síðustu helgi lést svo systursonur hans sem var 35 ára og People greinir frá. 

Frændi Neeson, Ronan Sexton, slasaði sig fyrir fimm árum. Hann féll nokkra metra úr símaklefa eftir að hafa verið úti að skemmta sér. Síðan þá hefur hann verið undir læknishöndum en hann hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu. 

Slysin tvö minna á hvort annað og hafa erlendir fjölmiðlar fjallað töluvert um missi Neeson. 

Natasha Richardson og Liam Neeson árið 2002.
Natasha Richardson og Liam Neeson árið 2002. STR
mbl.is