Ástin blómstrar á ástralska

Gael Monfils og Elina Svitolina.
Gael Monfils og Elina Svitolina. AFP

Ástin blómstrar hjá tennisleikurunum Elinu Svitolina og Gael Monfils og ætlaði allt að ganga af göflunum hjá aðdáendum þeirra þegar þau ákváðu að setja upp sameiginlegan aðgang á Instagram. 

Aðeins nokkrir dagar eru síðan Svitolina, sem er frá Úkraínu, greindi frá ástarsambandi hennar og Frakkans en það var í kjölfar þess að til hans sást fylgjast með henni keppa á opna ástralska meistaramótinu sem nú stendur yfir. 

Þá sagði hún að hann væri þarna til þess að styðja hana og það væri gagnkvæmt þegar hann keppti. Það væri frábært að vera með einhverjum sem skildi hvað hún væri að fara í gegnum á stórmóti sem þessu.

Elina Svitolina og Gael Monfils.
Elina Svitolina og Gael Monfils. AFP

Sameiginlegur aðgangur þeirra á Instagram nefnist „g.e.m.s life' - Gael Elina Monfils Svitolina“ og þrátt fyrir að færslurnar séu fáar eru fylgjendurnir tíu þúsund talsins. 

Þar birti parið myndskeið af sér þar sem þau tala um daglegt líf tennisleikara og svara spurningum aðdáenda.

View this post on Instagram

Cheers to the freakin’ weekend 🎶🎶🎶🎶🎶 #weekendvibes 🧩🧩

A post shared by G.E.M.S (@g.e.m.s.life) on Jan 19, 2019 at 12:22am PSTAFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.