Fær Green Book Óskarinn?

Viggo Mortensen, Linda Cardellini og Mahershala Ali.
Viggo Mortensen, Linda Cardellini og Mahershala Ali. AFP

Kvikmyndin Green Book var valin besta kvikmynd ársins á Producers Guild-verðlaunahátíðinni og þykir þetta auka líkurnar á því að myndin muni eiga góðu gengi að fagna á Óskarsverðlaunahátíðinni í næsta mánuði. Stutt er síðan myndin hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun.

Green Book er sannsöguleg kvikmynd sem segir frá tónleikaferðalagi og vináttu þeldökka djasspíanistans Dons Shirley og bílstjóra hans og lífvarðar Tonys Lip um Suðurríki Bandaríkjanna árið 1964. Ferðalaginu fylgdi mikil áhætta fyrir Shirley vegna kynþáttahaturs. Leikstjóri er Peter Farrelly og með aðalhlutverk fara Viggo Mortensen og Mahershala Ali. 

Aðrar myndir sem tilnefndar voru sem mynd ársins á PGA-hátíðinni eru: Roma, A Star Is Born, The Favourite, Black Panther, BlacKkKlansman, Crazy Rich Asians, A Quiet Place, Vice og Bohemian Rhapsody, sem var valin mynd ársins á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum.

Listi yfir alla verðlaunahafa PGA

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.