Óþekkjanleg án farða

Söngkonan Kesha er oft mikið máluð.
Söngkonan Kesha er oft mikið máluð. AFP

Bandaríska söngkonan Kesha birti á dögunum mynd af sér án farða. Söngkonan er nánast óþekkjanleg enda sýnir hún freknur sínar á myndinni sem hún er dugleg að fela. 

Segist söngkonan hafa sett sér það áramótaheit að elska sjálfa sig eins og hún er þrátt fyrir það sem hún kallar ófullkomið. Ætlar hún til að mynda að leyfa freknunum sínum að njóta sín. 

View this post on Instagram

this year my resolution is to love myself... just as I am, all fucked up and imperfect and whatever else.  And to let my freckles liiiiiiiive 🛸🛸💃🏼💃🏼💅🏻💅🏻💅🏻

A post shared by Kesha (@iiswhoiis) on Jan 15, 2019 at 12:15pm PST

Kesha hefur hingað til ekki verið að flagga freknunum á opinberum viðburðum eins og sést á myndum af söngkonunni í myndabanka AFP. 

Kesha.
Kesha. AFP
Kesha.
Kesha. AFP
Kesha.
Kesha. AFP
mbl.is