Brad Pitt og Charlize Theron nýtt par?

Brad Pitt er sagður vera að hitta Charlize Theron.
Brad Pitt er sagður vera að hitta Charlize Theron. Samsett mynd

Leikararnir Brad Pitt og Charlize Theron eru nýtt par ef marka má heimildir The Sun. Greint var frá því um helgina að Pitt og Óskarsverðlaunaleikkonan hefðu verið að hittast síðan um jólin en þau kynntust fyrst í gegnum fyrrverandi unnusta Theron, leikarann Sean Penn. 

Leikararnir sáust saman á viðburði sem fólk í skemmtanabransanum mætti á í síðustu viku þar sem þau létu vel að hvort öðru. 

Er sambandið sagt vera fyrsta alvarlega sambandið sem Pitt á í síðan hann og eiginkona hans, Angelina Jolie, hættu saman árið 2016. Theron hætti hins vegar við að giftast fyrrnefndum Penn árið 2015.

„Þau hafa verið hittast rólega í næstum því mánuð núna. Þau hafa verið vinir í nokkurn tíma, kaldhæðnislega í gegnum Sean, en hlutirnir hafa þróast,“ er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni. 

mbl.is