Bregður sér í gervi Thatcher

Gillian Anderson.
Gillian Anderson. AFP

X-Files-stjarnan Gillian Anderson mun fara með hlutverk Margaret Thatcher í fjórðu þáttaröðinni af The Crown eða Krúnunni á Netflix ef marka má frétt Deadline. Nokkur bið er í það að Anderson birtist á skjánum en enn á eftir að sýna þriðju þáttaröðina. 

Anderson er ekki í slæmum félagsskap en Olivia Colman fer með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju og fjórðu þáttaröðinni. Helena Bonham Carter leikur systur drottningarinnar í sömu þáttaröðum. Skipt er um leikara eftir tvær þáttaraðir af þáttunum sem spanna valdatíð Bretadrottningar. 

Þriðja þáttaröðin byrjar árið 1963 en fjórða þáttaröðin mun líklega byrja á áttunda áratugnum. Thatcher var fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands þegar hún tók við árið 1979. 

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. ADAM BUTLER
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant