Hættur að þyngja sig á öfgafullan hátt

Christian Bale er orðaður við Óskarinn.
Christian Bale er orðaður við Óskarinn. AFP

Leikarinn Christan Bale er orðaður við Óskarinn fyrir túlkun sína á Dick Cheney í Vice. Bale sem er sagður hafa bætt á sig um 20 kílóum fyrir hlutverkið segist þó vera hættur að fara öfgafullar leiðir í undirbúningi fyrir kvikmyndir. 

Leikarinn hefur ekki bara bætt á sig fitu og vöðvum fyrir kvikmyndir þar sem hann fór niður fyrir 60 kíló fyrir myndina The Machinist. Í viðtali um helgina sem Independent greinir frá segir leikarinn fjögurra ára son sinn hafa verið ánægðari með líkamsbreytingarnar en eiginkona hans. 

„Ég get ekki haldið þessu áfram. Ég get það ekki. Dauðleiki minn horfir beint á mig,“ sagði Bale. 

Á meðan hann var að bæta á sig fyrir hlutverk varaforsetans fyrrverandi hringdi hann í Gary Oldman og spurði hversu mikið hann hefði bætt á sig fyrir hlutverk Winston Churchill í Darkest Hour sem hann hlaut Óskarinn fyrir. Oldman sagðist hins vegar ekkert hafa bætt á sig en þar sem Bale var þegar búin að bæta á sig tíu kílóum hætti hann ekki við. 

Hann vorkennir eiginkonu sinni, fyrirsætunni Sibi Blazic, fyrir að þurfa að horfa upp á breytingarnar. Fjögurra ára sonur hans var þó ánægður með bumbu föður síns og naut þess að hoppa á henni. 

Christian Bale ásamt eiginkonu sinni Sibi Blazic.
Christian Bale ásamt eiginkonu sinni Sibi Blazic. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.