Yrsa og Ragnar saman á skíðum

Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson á skíðum í Finnlandi.
Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson á skíðum í Finnlandi. Ljósmynd/Twitter

Spennusagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson eru saman á skíðum í Finnlandi en þau ertu stödd á rithöfundahátíð þar í landi. Eins og sést á myndinni fer vel á með þeim á skíðunum. 

Hátíðin sem þau eru á heitir Nordic Noir en á hátíðinni er ekki bara boðið upp á áhugaverða spennusagnahöfunda heldur líka vetraríþróttir, villtan mat, ísböð og lifandi tónlist. 

Eins og sést á myndinni virðist þeim Yrsu og Ragnari ekki leiðast neitt. mbl.is