Frestuðu brúðkaupinu vegna peningavandræða

Kei Komuro og prinsessan Mako, elsta barnabarn Akihito Japanskeisara, frestuðu …
Kei Komuro og prinsessan Mako, elsta barnabarn Akihito Japanskeisara, frestuðu brúðkaupi sínu til ársins 2020. AFP

Japanska prinsessan Mako og unnusti hennar Kei Komuro þurftu að fresta brúðkaupi sínu vegna peningavandræða móður brúðgumans.

Mako og Komuro kynntust í framhaldsskóla og trúlofuðu sig árið 2017. Mako er elsta barnabarn Akihito Japanskeisara. Þau ætluðu að ganga í það heilaga við ævintýralega athöfn í lok árs 2018, en ákváðu í febrúar sama ár að fresta því til ársins 2020. Í tilkynningunni sögðust þau þurfa lengri tíma til að skipuleggja brúðkaupið og líf sitt eftir brúðkaupið.

Komuro sagði í viðtali á þriðjudag að fjölskylda hans væri ekki í fjárhagslegum vandræðum eftir að fréttir bárust af því að ógreitt lán hafi komið í veg fyrir að brúðkaup þeirra færi fram á settum degi. 

Mako prinsessa ásamt foreldrum sínum, Akshino prinsi og Kiko prinsessu.
Mako prinsessa ásamt foreldrum sínum, Akshino prinsi og Kiko prinsessu. AFP

Samkvæmt fréttastofu AFP skuldar móðir Komuro fyrrverandi unnusta sínum 4 milljónir jena, eða um 4,4 milljónir íslenskra króna. 

Móðir Komuro og unnusti hennar slitu samvistir árið 2012 og sagði hann henni að hún þyrfti ekki að greiða honum til baka peningana sem hann hafði lánað þeim á meðan þau voru trúlofuð. Í bréfi í ágúst 2013 krafðist hann þess að fá peningana til baka. Hún hitti hann sama ár og sagðist ekki getað borgað honum til baka og féllst hann á það. 

Í desember 2017, aðeins tveimur mánuðum eftir að Komuro trúlofaðist Mako prinsessu, krafðist unnustinn að lánið yrði greitt. Í gær steig svo unnustinn fyrrverandi fram og sagði við japanska fjölmiðla að lánið hefði ekki verið greitt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.