Cyrus og Hemsworth vilja stofna fjölskyldu

Liam Hemsworth og Miley Cyrus.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus. AFP

Stjörnuparið Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru sögð vilja stofna fjölskyldu. Þau giftu sig 23. desember síðastliðinn. Cyrus og Hemsworth kynntust árið 2009 en hættu saman árið 2013. Þau byrjuðu svo aftur saman árið 2016 og hafa verið saman síðan þá.

Samkvæmt Us Weekly ákváðu þau að gifta sig eftir áfallið sem þau lentu í eftir að húsið þeirra brann í eldunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. Þau vildu ekki drífa sig, en eftir að þau gengu í gegnum áfallið saman voru þau náin sem aldrei fyrr.

Cyrus var stödd í Suður-Afríku þegar húsið þeirra brann, en Hemsworth var heima og náði að bjarga sjálfum sér og öllum dýrunum þeirra. Cyrus er mikill dýravinur og eiga þau hjónin hesta, svín, sjö hunda og fjóra ketti. 

Cyrus er ekki ólétt sem stendur en þau langar til þess að eignast börn.

Cyrus og Hemsworth misstu húsið sitt í Malibu í Kaliforníu …
Cyrus og Hemsworth misstu húsið sitt í Malibu í Kaliforníu í nóvember síðastliðnum. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.