Lofa að breyta hegðun á samfélagsmiðlum

Rita Ora er meðal sextán breskra áhrifavalda sem heita því …
Rita Ora er meðal sextán breskra áhrifavalda sem heita því að taka betur fram hvenær um kostaða umfjöllun er að ræða á samfélagsmiðlum í þeirra nafni. AFP

Sextán breskar samfélagsmiðlastjörnur og áhrifavaldar, þar á meðal söngkonurnar Ellie Goulding og Rita Ora, og fyrirsæturnar Rosie-Huntington Whieley og Alexa Chung, hafa sammælst um að skilgreina betur þegar færslur sem þær birta á miðlum sínum eru kostaðar.

Héðan í frá munu þær taka það skýrt fram ef færslan er kostuð eða ef vörur sem koma fyrir í færslunni hafi verið fengnar að gjöf.

Rosie Huntington-Whiteley fékk athugasemd frá breska Samkeppniseftirlitinu vegna duldra auglýsinga …
Rosie Huntington-Whiteley fékk athugasemd frá breska Samkeppniseftirlitinu vegna duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. AFP

Tilefnið er aðvörun sem stjörnurnar fengu frá Samkeppniseftirliti Bretlands (e. Competition and Markets Authority, CMA) þar sem segir að færslur þeirra gætu brotið í bága við samkeppnislög. 

Talsmaður Samkeppniseftirlitsins segir í samtali við BBC að ekki hafi fengist staðfest hvort lög hafi verið brotin en að áhrifavaldarnir hafi allir tekið vel í að breyta hegðun sinni á samfélagsmiðlum eftir að rannsókn á færslunum lauk. Ef engin breyting verður á geta áhrifavaldarnir hins vegar átt yfir höfði sér málsókn, háar sektir eða jafnvel verið dæmdir til allt að tveggja ára fangelsisvistar.

Hér má sjá tæmandi lista yfir áhrifavalda sem hafa heitið því að breyta hegðun sinni á samfélagsmiðlum, en auk þeirra sem nefndar voru hér að ofan eru leikkonan Michelle Keegan og raunveruleikastjarnan Holly Hagan einnig á listanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup