Óánægð yfir tilnefningu til Óskarsverðlaunanna

Denise Fergus, móðir James Bulger.
Denise Fergus, móðir James Bulger. AFP

Móðir James Bulger, sem var myrtur á hrottafenginn hátt, er óánægð með að stuttmynd sem fjallar um morðið á honum sé tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. 

Stuttmyndin, Detainment, var unnin án vitneskju fjölskyldu drengsins. Leikstjórinn, Vincent Lambe, vann myndina upp úr viðtölum lögreglunnar við drengina tvo sem myrtu Bulger. Myndin fjallar um morðið á 2 ára dreng, James Bulger. Bulger var myrtur árið 1993 af tveimur 10 ára drengjum, Jon Venables og Robert Thompson, sem námu hann á brott úr verslunarmiðstöð. 

Venables og Thompson voru aðeins 10 ára þegar myrtu James …
Venables og Thompson voru aðeins 10 ára þegar myrtu James Bulger.

Móðir Bulger, Denise Fergus, hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hún kveðst harmi slegin yfir að myndin hafi verið tilnefnd. Hún hefur barist fyrir því síðustu vikur að fá akademíuna til þess að tilnefna myndina ekki. Um 90 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis. Fergus hefur einnig barist fyrir því að taka myndina úr sýningu. 

Lambe hefur beðið Fergus afsökunar á því að hafa ekki sagt fjölskyldunni frá gerð myndarinnar á meðan hann vann að henni.

Morðið á James Bulger vakti mikinn óhug í Bretlandi og …
Morðið á James Bulger vakti mikinn óhug í Bretlandi og víðar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson