Stofnandi Deciem látinn

Brandon Truaxe er látinn.
Brandon Truaxe er látinn. skjáskot/Instagram

Stofnandi kanadíska snyrtivörufyrirtækisins Deciem, Brandon Truaxe, fannst látinn í fyrir utan hús sitt í Toronto í Kanada á sunnudag. Síðustu mánuðir höfðu verið Truaxe erfiðir en hann var látinn hætta störfum hjá fyrirtækinu Deciem. 

Lögreglan í Toronto var kölluð út klukkan 13:30 á sunnudag eftir tilkynningu um að einhver hafi stokkið úr húsi í miðbæ Toronto. Lögreglan sagði í viðtali við kanadíska fjölmiðilinn National Post að hún telji að hann hafi ekki stokkið heldur dottið. Truaxe var virkur um helgina á Instagram og gaf upp heimilsfang sitt í Toronto. 

Nicola Kilner, núverandi framkvæmdarstjóri Deciem, sendi starfsmönnum sínum tölvupóst um andlát Truaxe á mánudag og tilkynnti að allar deildir fyrirtækisins og verslanir yrðu lokaðar þann dag. 

Truaxe var fæddur í Tehran í Íran en alinn upp í Kanada. Hann stofnaði snyrtivörufyrirtækið Deciem árið 2013 og hafa vinsældir þess aukist mikið síðustu ár. Árið 2016 gaf það út snyrtivörumerki The Ordinary sem leggur metnað í að selja hágæðavörur á lágu verði. 

Samfélagsmiðlastjarnan Kim Kardashian hefur meðal annarra lofað merkið á miðlum sínum og jukust vinsældir þess mikið á árinu 2017. Þá keypti Esteé Lauder hlut í fyrirtækinu árið 2017. Það sendi einnig frá sér tilkynningu eftir andlát Truaxe. 

Truaxe vildi sýna gegnsæi í viðskiptum og hafði hann oft umsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Síðasta árið hafði hann þó hagað sér heldur undarlega á miðlunum og meðal annars beðið fylgjendur fyrirtækisins á Instagram að hafa samband við lögreglu. Hann sagði upp nokkrum starfsmönnum á Instagram, reifst við fólk í athugasemdum og endaði samstarf með öðrum fyrirtækjum á miðlinum. 

Í október á síðasta ári sendi hann tilkynningu á Instagram þess efnis að fyrirtækið væri að loka og að öllum starfsmönnum hefði verið sagt upp. Það reyndist ekki rétt og var honum bolað út úr fyrirtækinu, meðal annars fyrir atbeina Esteé Lauder. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.