Geggjuð pæling að gera spítalalist

Nýtt vídeóverk eftir Ragnar Kjartansson verður vígt í Mærsk-turni Kaupmannahafnarháskóla …
Nýtt vídeóverk eftir Ragnar Kjartansson verður vígt í Mærsk-turni Kaupmannahafnarháskóla í næstu viku. mbl.is/Einar Falur.

Fyrir rúmu ári var kynnt í Kaupmannahöfn að Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hefði borið sigur úr býtum í samkeppni um verk í nýbyggingu heilbrigðisvísindasviðs Kaupmannahafnarháskóla, Mærsk-turninn sem gefinn er af A.P. Möller-sjóði Mærsk-skipafélagsins.

Verk Ragnars nefnist Figures in Landscape. Það er marglaga vídeóverk sem listamaðurinn hefur unnið að ásamt samstarfsfólki síðasta ár og verður það vígt í byggingunni á þriðjudaginn í næstu viku. Tveimur dögum síðar, á fimmtudag eftir viku, 31. janúar, gefst Íslendingum kostur á að upplifa þetta athyglisverða verk þegar sýning Ragnars á því verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu.

Um er að ræða sjö sólarhringslöng myndbandsverk sem voru tekin upp í kvikmyndaveri RVK Studios; byggðar voru þar leikmyndir og fyrst tekin upp fjögur verk samtímis á fjórum dögum og síðan þrjú samtímis á jafn löngum tíma. Verkin sýna ólíkar náttúrusenur og um þær fer fólk í hvítum sloppum, klætt eins og vísindamennirnir sem kenna og vinna að rannsóknum í Mærsk-turninum. Þegar verkið verður vígt á þriðjudaginn hefst sýning á þriðjudagsverkinu og síðan rúllar hvert vídeóverkið af öðru, sólarhringur í senn, sem varanleg innsetning á skjá framan við stærsta fyrirlestrasal byggingarinnar, eins og um lágmynd sé að ræða. Þá búa fleiri notkunarmöguleikar í verkinu. Það liggur í tölvugrunni byggingarinnar og mun verða hægt að láta það ganga á upplýsingaskjám, eins og í lyftum, kennslustofum og á göngum hússins – mögulega líka sem skjámynd á tölvum, og í raun er það eins konar klukka.

Sjá viðtal við Ragnar Kjartansson í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant