Finnar senda Darude í Eurovision

Darude segist vera spenntur að taka þátt fyrir hönd Finna …
Darude segist vera spenntur að taka þátt fyrir hönd Finna í ár. skjáskot/Instagram

Finnski plötusnúðurinn Darude mun taka þátt fyrir hönd Finna í Eurovision-söngvakeppninni í Tel Aviv í vor. Darude er hvað þekktastur fyrir lag sitt Sandstorm sem naut mikilla vinsælda árið 1999.

Það er þó ekki ákveðið hvaða lag Darude mun flytja á stóra sviðinu í Ísrael, en kosning fer fram á milli þriggja laga. Lögin munu koma út á vikufresti í febrúar, 8., 15., og 22. en kosningin fer fram 2. mars næstkomandi. 

Darude, eða Ville Virtanen eins og hann heitir réttu nafni, sagði í viðtali að þetta væri stór áskorun fyrir hann. „Ég var smá hræddur til að byrja með þegar ég var beðinn um að koma fram fyrir hönd Finnlands, en ég gat ekki sagt nei við landið mitt. Það er heiður að fá að vera hluti af þessari frábæru upplifun,“ sagði Darude.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson