Weinstein-leikrit gæti komið fólki í uppnám

John Malkovich.
John Malkovich.

Bandaríski leikarinn John Malkovich leikur aðalhlutverkið í nýju leikriti sem byggir á lífi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um að hafa beitt yfir 80 konur kynferðisofbeldi. Malkovich segir að fólk geti komist í uppnám vegna þess sem verið sé að setja á svið.

Leikritið heitir á frummálinu Bitter Wheat og er eftir leikskáldið David Mamet, sem hefur m.a. unnið til Pulitzer-verðlaunanna. Mamet mun enn fremur leikstýra verkinu sem verður heimsfrumsýnt í West End í London í júní. 

Malkovich segir í samtali við BBC, að verkið sé „svartur farsi um fjölmiðlamógúl sem hagar sér verulega illa“.

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Sem fyrr segir hafa um 80 konur sakað Weinstein um ofbeldi í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Framleiðandinn neitar því hins vegar að hann hafi gerst sekur um nauðgun og segir að margar af þeim ásökunum sem hafi komið fram séu einfaldlega upplognar. 

Malkovich, sem er 65 ára gamall, segir að Weinstein hafi verið upphafspunktur leikritsins og það sé viðbragð við öllum þeim fréttum um hann sem litu dagsins ljós í fyrra. 

Hann segir að verkið hafi hins vegar þróast áfram og fjalli um hvernig fólk í valdastöðum í skemmtanaiðnaðinum hefur hagað sér illa áratugum saman. 

Leikritið á að gerast í nútímanum og leikur Malkovich Barney Fein, siðspilltan kvikmyndaframleiðanda í Hollywood.

„Að sjálfsögðu getur fólk komist í uppnám sem hefur upplifað svona framkomu sem er að finna í leikritinu og er sýnt og fjallað um,“ segir Malkovich. „Mörgum mun eflaust ekki líka vel við það.“

„En hvað get ég gert? Mín persónulega skoðun er að þetta er virkilega vel skrifað verk.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant