Væri óæskilegt fyrir Ísland að vinna

Söngvakeppnin 2019.
Söngvakeppnin 2019. ljósmynd/Lilja Jóns

Hljómsveitin Hatari flytur lagið Hatrið mun sigra í undankeppni Söngvakeppninnar 2019, laugardaginn 9. febrúar. Hljómsveitin segir það hafa komið á óvart að pólitískur áróður sé bannaður á sviðinu. 

Af hverju Eurovision?

„Eurovision er pólitísk stofnun. Hver sem lítur fram hjá því er á villigötum. Þátttöku í keppninni fylgir ákveðið dagskrárvald, bæði á sviðinu sjálfu en ekki síður í umgjörð keppninnar, fjölmiðlum og opinberri umræðu. Hver sem tekur þátt fyrir Íslands hönd þarf að vera meðvitaður um þessa staðreynd,“ segir hljómsveitin Hatari. 

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Með uppgangi popúlisma í Evrópu.“

Besta Eurovision-minningin?

„Við kjósum að svara ekki þessari spurningu.“

Hverju vonar þú að lagið skili til áhorfenda?

„Áminningu um að keppnin er áróðursvél.“

Uppáhalds-Eurovision-lagið?

„Við kjósum að svara ekki þessari spurningu.

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

„Samkvæmt áætlun.“

Hvað hefur komið þér mest á óvart i tengslum við Eurovision-ferlið?

„Sú þversögn að pólitískur áróður sé bannaður á sviðinu. Flutningur án pólitísks inntaks er í sjálfu sér rammpólitískur í samhengi keppninnar og til þess fallinn að særa blygðunarkennd margra, sem er einnig bannað samkvæmt samningi. Reglan er dæmd til að brjóta sig sjálf.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Já en slíkt væri óæskilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant