Hélt alltaf með Íslandi og Danmörku

Kristina tekur þátt í Söngvakeppninni 2019.
Kristina tekur þátt í Söngvakeppninni 2019. Ljósmynd/Aðsend

Hin færeyska Kristina Skoubo Bærendsen flytur lagið Ég á mig sjálf í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2019, laugardaginn 9. febrúar. Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon semja lag og texta en þeir báðu Kristinu um að syngja lagið. 

Af hverju Eurovision?

„Eurovision hefur leikið stórt hlutverk í mínu lífi síðan ég var ung. Þrátt fyrir að Færeyjar geti ekki keppt hefur þetta alltaf verið stórt kvöld, þar sem við héldum aðallega með Danmörku og Íslandi. Það er mjög spennandi fyrir mig að vera hluti af þessu ferðalagi sem gæti endaði í Eurovision,“ segir Kristina. 

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Ég var bara beðin um að syngja þetta frábæra lag sem Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valli Sport bjuggu til. Það hefur verið yndislegt að vinna með þeim.“

Besta Eurovision-minningin?

„Besta minningin er síðan ég var 12 ára. Færeyskur tónlistarmaður sem er kallaður Pætur Við Keldu keppti í dönsku undankeppninni árið 2012. Hann komst ekki í úrslit en þetta var samt mjög stórt fyrir okkur.“

Hverju vonar þú að lagið skili til áhorfenda?

„Við hlökkum til að deila þessu frábæra lagi í beinni útsendingu og við vonum að þetta verði frábær upplifun fyrir áhorfendur.“ 

Uppáhalds-Eurovision-lagið?

„La det swinge með Bobbysocks frá Noregi. Þau unnu Eurovision árið 1985 með laginu.“

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

„Þetta er mjög mikil vinna og margar æfingar en ég er umvafin góðu fólki og spennt fyrir að vera með í þessu.“

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovision-ferlið?

„Hversu margar ákvarðanir þarf að taka í öllu ferlinu. Bara að velja fötin hefur verið erfitt.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Ég held að Ísland geti pottþétt unnið keppnina. Sendið mig út og ég tek ykkur alla leið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant