Rauða dreglinum rúllað upp

Hætt var við að rúlla út rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndar Liam Neesons í New York í gærkvöldi í kjölfar ummæla hans um að hafa viljað drepa svarta manneskju af handahófi eftir að vinkonu hans var nauðgað.

Tveimur tímum fyrir frumsýningu á myndinni Cold Pursuit í gærkvöldi voru fréttamenn látnir vita af því að ekkert yrði af viðburðinum. Neeson neitar því að hann sé rasisti en ummæli hans, sem voru birt í Independent á mánudag, hafa vakið mikla reiði. Hann segist sjálfur hafa viljað útvíkka umræðuna um rasisma. 

Skipuleggjendur frumsýningarinnar tilkynntu fjölmiðlafólki síðan í gærkvöldi að engar myndatökur eða viðtöl yrðu veitt í tengslum við frumsýninguna í gærkvöldi, rauða dreglinum yrði rúllað upp. 

Málið snýst um ummæli Neeson í kynningarviðtali vegna Cold Pursuit sem er spennumynd þar sem hefnd er meginþemað.

Að hans sögn var vinkonu hans nauðgað fyrir áratugum síðan en hann hafi frétt af ofbeldinu þegar hann kom heim aftur eftir ferðalag erlendis. Orðbragðið sem Neeson notaði í viðtalinu, þegar hann lýsti ofbeldismanninum, þykir afar litað af kynþáttahatri. „Hún tókst á við nauðgunina á einstakan hátt. En ég, mín fyrstu viðbrögð voru [...] ég spurði hvort hún vissi hver hann var? Nei. Hver var litarháttur hans? Hún svaraði: Hann var svartur,“ sagði Neeson þegar hann lýsti atvikinu fyrir blaðamönnum. 

Að sögn Neeson gekk hann um vopnaður kylfu í einhvern tíma á eftir í þeirri von að rekast á einhvern. „Ég skammast mín fyrir að segja þetta en þetta gekk á í um það bil viku,“ sagði Neeson og bætti við að hann hafi vonast til þess að (og hér býr hann til gæsalappir með fingrunum) svartur djöfull myndi koma út af bar og ögra honum svo hann gæti drepið hann.

Ummælin vöktu bæði furðu og reiði margra og í kjölfarið mætti Leeson í morgunþátt ABC þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann hafi viljað opna umræðuna um rasisma með ummælum sínum. 

„Við látum öll eins og við séum fylgjandi pólitískum rétttrúnaði í þessu landi [...] ég líka. Stundum snertir þú viðkvæma fleti og uppgötvar rasismann og ofstækið sem kraumar undir niðri.“

Að sögn Leeson eru um 40 ár síðan hann frétti af því að vinkonu hans hafi verið nauðgað og hún sé ekki lengur á lífi. Hann viljað greina frá þessu, koma þessu frá sér.

Hann lýsir því í viðtalinu hvernig hann hafi vísvitandi farið í hverfi þar sem meirihluti íbúa eru svartir svo hann gæti beitt líkamlegu ofbeldi og að engu hafi skipt hver hörundslitur ofbeldismannsins hafi verið. Viðbrögð hans hefðu verið þau sömu, ef hann hefði verið hvítur hefði hann viljað ráðast á einhvern hvítan mann valinn af handahóti.

Leeson bætir við að það hafi verið áfall fyrir hann að uppgötva hver viðbrögð hans sjálfs voru, það er að hann væri reiðubúinn til þess að beita ofbeldi gegn annarri manneskju valinni af handahófi. 

Frétt BBC

Liam Neeson.
Liam Neeson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler