Fer fram á skaðabætur

Skjáskot af Instagram

Fyrirsæta sem án efa fangaði athygli margra sem fylgdust með Golden Globe verðlaunahátíðinni fyrir stuttu er nú komin í málaferli við vatnsfyrirtækið sem kom henni á skjáinn.

Kanadíska fyrirsætan Kelly Steinbeich, sem notar nafnið Kelleth Cuthbert, vakti athygli þar sem hún stóð brosandi með bakka af vatnsflöskum fyrir aftan fræga fólkið á hátíðinni. Fyrirsætan hefur nú höfðað mál gegn Fiji Water og eiganda fyrirtækisins, Wonderful Company, eftir að þeir gerðu eftirmynd af henni úr pappa og notuðu í auglýsingaskyni. Hún sakar fyrirtækið um að hafa gert þetta án hennar heimildar og krefst þess að fá greiddar skaðabætur.

Eigendur Fiji Water segja að Steinbeich hafi hins vegar skrifað undir árs samning þar sem kveðið er á um að fyrirtækið mætti nota myndir af henni. Hún hafi fengið greiddar 90 þúsund Bandaríkjadali fyrir en nú sé hún að reyna að kúga út úr þeim allt að hálfa milljón dala.

Frá því myndirnar frá Golden Globe voru birtar hefur hún fengið yfir 200 þúsund nýja fylgjendur á Instagram, komið fram í sjónvarpi og gert fjölda samninga um störf. 

Frétt BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sígandi lukka er best. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. Ekki hugsa þig um tvisvar ef þér verður boðið í ferðalag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sígandi lukka er best. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. Ekki hugsa þig um tvisvar ef þér verður boðið í ferðalag.